Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Bæklingur tilbúinn.

Í dag sunnudaginn 21. júní hefst sýningin Freyjumyndir. Einhverjar Freyjur eru þegar komnar upp en öðrum seinkar. Skráin verður prentuð út og sett í Ketilhúsið þar sem fólki gefst tækifæri á að fá sér eintök. Næstu vikurnar mun ég ganga á milli staða og mynda öll verkin og setja ljósmyndir á þessa síðu, þeir sýnendur sem vilja mega þó gjarnan senda mér í tölvupósti mynd af sínum verkum því þau gætu sýnt annað sjónarhorn en mitt.

Að lokum vil ég þakka öllum sýnendum fyrir þátttökuna og frábæra samvinnu, þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt. Ég vil þakka Valgerði H. Bjarnadóttur upphafskonu viðburðarraðanna og skipuleggjenda ráðstefnunnar, einnig þakka ég Mardallarkonum fyrir þeirra hlut og Hrefnu Harðardóttur  stjórnenda sýningarnefndarinnar og mína hægri hönd við gerð þessarar síðu og að lokum Sunnu Valgerðardóttur fyrir hönnun á sýningarskránni.

Njótið öll sýningarinnar,

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir gudrunpalina@hotmail.com

22. júní

Fór í viðtal á rás tvö, svæðisútvarpið í dag. það var sent út rétt fyrir klukkan sex. Ýmislegt var klippt út sem ég sagði,  það vissi ég áður því við höfðum bara 2-3 mínótur. Ég taldi samviskusamlega upp alla þátttakendur og hvar verkin væru en það kom bara brot af því. Hefur trúlega verið of löng upptalning. Ég vil hins vegar síst gera upp á milli sýnenda hvað opinbera umræðu varðar. Mér finnst frábært að haft er samband frá fjölmiðlum og þakka hverskonar jákvæða fjölmiðla athygli. Ég nefndi líka bækur um Freyju en það komst ekki með. Er með í láni bækurnar Freyju eftir Johanne Hildebrandt og Frigg og Freyja eftir Ingunni Ásdísardóttur, stefni að því að lesa Snorra Eddu líka og jafnvel halda svo áfram og les Sæmundar Eddu með tíð og tíma. Ég hef líka leitað á netinu að upplýsingum um Freyju og séð eitt og annað þar. Ég bað áhorfendur að skoða vel sýninguna og verkin oftar en einu sinni því sum breytast. Merkingar eru ekki alltaf augljósar og er það liður í því að sýningin kemur inn hægt og hljóðlaust án formlegrar opnunar og fer svo aftur hljóðlaust á haustjafndægri. Valgerður H. Bjarnadóttir hefur skrifað ritgerð um Freyju sem er aðgengileg á heimasíðunni undir www.vanadis.is og heitir Vanadís, völva og valkyrja. Svo er þar líka grein um Freyju og Vani undir Prolegomena of Vanir Healing, þegar maður smellir á ritverk. GPG


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband