Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Um verkin :

Hlynur Hallsson
“Niðurstöður eftirfarandi könnunar á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi
flugfreyja sýna að 93% flugfreyja telja heilsu sína almennt góða eða mjög
góða og 23% telja heilsu sína betri en heilsu annarra kvenna á svipuðum
aldri. Þegar spurt var annars vegar um líkamlega og hins vegar andlega
heilsu sögðu 86% að líkamleg heilsa væri góð eða mjög góð og 87%
höfðu sömu sögu að segja um andlega heilsu sína. Almennt voru
flugfreyjurnar sáttar við fjölskyldu sína og vinnu. Um 40% þátttakenda
höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, af þeim hafði 31%
verið áreitt oftar en einu sinni. Farþegar eða samstarfsmenn voru gerendur
í flestum tilfellum. Farþegar áttu einnig helst sök á einelti, líkamlegu
ofbeldi og hótunum.
Allir þátttakendur í rannsókninni voru flugfreyjur á skrá hjá
Flugfreyjufélagi Íslands í apríl 2002 sem starfað höfðu tvö ár eða lengur
við flugfreyjustörf. Svörun var 68,7%. Meðalaldur þátttakenda var 40,9
ár, 83% þeirra voru í sambúð eða giftar, þriðjungur hafði ekkert barn á
framfæri sínu og þriðjungur var með eitt barn á framfæri. Um 48% höfðu
lokið stúdentsprófi og 21% háskólaprófi. Sextíu og þrjú prósent voru í
75% starfi eða meira og 19% voru í námi með starfinu„

Heilsufar, líðan og vinnuumhverfi flugfreyja
Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Hildur Friðriksdóttir
Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði
Háskóla Íslands
Ritröð í hjúkrunarfræði 3. árg 2. tölublað 2003
ISSN 1026 3128

Þorsteinn Gíslason (Steini)
To think/do think.  Hugmyndin á bak við verkið: Hún er í sjálfu sér ekki flókin, þar er aðeins gengið út frá spurningunum: ”Á Völuspá einhverja samsvörun í nútímanum?”og “Hvernig er hægt að nálgast visku völvunnar?” Freyjur goðafræðinnar eru ekki neinar barbídúkkur, þær standa jafnfætis körlunum í undirferli,vélráðum og sjálfstæði auk þess að ráða örlögum manna (Urður,Verðandi,Skuld) og segja til um óorðna hluti(Völvur).Í Völuspá er ímynd græðgi og gullþorsta talin vera Gullveig sú sem æsir drápu þrisvar og gekk þá aftur.(síðustu misseri sýna okkur hversu erfitt er að ganga frá henni). Í Völuspá kemur líka fram skírskotun í mansal þar sem æsir lofa smið af jötnakyni “Freyju, Sól og Mána” fyrir að endurbyggja Ásgarð en þeir geta svo ekki staðið við það. Hvers vegna ekki? Er það út af sjálfstæði Freyju?.Völuspá er ort sem spásögn völvu en Óðinn fékk hana til að segja sér örlög heimsins.
Verkið:” To think/do think.” er einfalt í allri sinni gerð. Hugmyndin er sú að okkur sé öllum nauðsynlegt að komast úr skarkala og síbilju nútímans og eiga stund í næði með Freyju allra Freyja, móður jörð, til að hugsa sinn gang og uppskera jafnvægi, visku og hugarró. Þrjú hnit eru gefin eftir GPS staðsetningartæki, það eru staðir á Akureyri þar sem hægt er að vera einn með sjálfum sér og náttúrunni þótt þeir séu í þéttbýli.
 
Sæll Steini.
Um verkið þitt hef ég allt gott að segja. Það hefur í sér fólginn, mér
liggur við að segja hinn listræna kjarna, sem er sá að kalla okkur til
móts við veruleikann. Sönn list er þegar allt kemur til alls ekki annað en
hanagal til þess ætlað að vekja okkur, hreyfa við svefngenglunum, fá okkur
til að minnast þess sem við höfum alltaf vitað; þeirrar makalausu
staðreyndar að þessi heimur og við erum til. Sönn list, þegar hún nær á
annað borð að rjúfa gat á þykkan skráp okkar daglega lífs, fær okkur til
að gera það sem við fáumst nær aldrei til að gera. Hún fær okkur,
venjulega aðeins í fáein andartök, til að stansa, stara, skynja, hugsa - í
fáum orðum sagt, tengjast veruleikanum, vakna til undurleikans.
Listaverkið sameinar í fáein augnablik það sem hefur sundrast en ætti að
vera eitt - huga og heim. En því er líkast að okkur hafi verið byrlað
svefnmeðal og þess vegna sofnum við fljótt aftur - og okkur langar að því
er virðist til að sofa sem lengst. Við þurfum af þeim sökum sífellt á því
að halda að vera leidd eða lokkuð í aðstæður sem hjálpa okkur að stansa og
veita viðtöku því sem er. Þetta virðist mér einmitt vera það sem verkið
snýst um.

Þeir eru að vísu ófáir sem halda því fram að maðurinn geti almennt ekki
tekið við því sem er. Að horfast í augu við það lami sálina líkt og það
skaðar sjónina að horfa í sólina. Og samt höfum við mörg dæmi um ódeigar
tilraunir mannsandans til að gangast hreinskilingslega við eðli
veruleikans og mannlegra kringumstæðna. Það er óneitanlega erfiður biti að
kyngja að ragnarrök skuli vera innsta eðli lífsins. Vitundin um það er
okkur dýru verði keypt. Strax í bernsku gerum við okkur ljóst að við erum
hluti af einu allsherjar sjónarspili fæðingar og tortímingar, og það eina
sem við getum verið viss um er að við verðum sjálf eyðingunni að bráð fyrr
en seinna. Að vakna upp sem hugsandi vera er í og með að vakna til þessa
hryllings - vakna til vitundar um hvað maður sjálfur, þau sem eru manni
kærust, og allt sem lifir þarf að ganga í gegnum, líða. Lífið væri ekki
líf ef því hryllti ekki við tortímingunni, dauðanum. Það er í okkar innsta
eðli sem lifandi vera, í holdi okkar og blóði, að berjast gegn honum, líta
á hann sem okkar mesta og versta óvin. En við erum líka hugsandi verur og
það sem hugsunin lætur okkur í té er nokkuð óvænt. Hún færir okkur meðal
annars Völuspá - ljóðabálk sem lyftir okkur á hærra sjónarhól, og gerir
okkur mögulegt að sjá aðstæður okkar í víðara samhengi hlutanna. Þótt
lestur slíks ljóðs gefi okkur ef til vill ekki einn og sér hugrekki til að
horfast beint í augu við eðli þess lífs sem við deilum og erum, þá getur
hann fært okkur nær sönnum skilningi á því að líf og dauði geta ekki án
hvors annars verið, og að til þess að lifa í raun og veru þurfum við að
vera reiðubúinn að deyja - aftur og aftur uns yfir lýkur.
Jón Ásgeir Kalmansson siðfræðingur.

Öðrum sýnendum er ekki heimilt að nota þennan texta í sín verk/með sínum verkum.

 

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir



Freyjan mín fjallar um æskudýrku. Andlitið og augnsvipurinn eru í anda tískuljósmynda í tímaritum.

 

Um listamennina :

Sean Millington er að læra BA Painting í Camberwell College of Arts og er frá Bretlandi
Arnar Ómarsson er að læra BA Honors Photography í Camberwell College of Arts og er af Freyjulundi.
 


Sýningarstaðir

Sýningarstaðir:

- Anna Gunnarsdóttir - Verkið er samsett í þremur hlutum :
nr 1 á vinnustofunni Svartfugl og Hvítspóa Brekkugötu 3a
nr 2 á Fæðingardeild FSA
nr 3 á Heilsugæslustöðinni 4 hæð.

- Arnar Ómarsson og Sean Millington sýna innsetningu, staðsetning kemur í ljós síðar.

- Bryndís Kondrup -  Flugstöð (flugvellinum)

- Dagrún Matthíasdóttir -  Landsbankinn, Ráðhústorgi

- Erika Lind Isaksen -  Ketilhúsið skrifstofuveggur Listagil.

- Georg Hollanders, Ívar Hollanders og Viktor Hollanders, Litli-Hvammur í Eyjafjarðarsveit, fyrsti bær sunnan við Flugvöllinn/Kjarnaskóg. Verkið verður í litlu mýrarlautinni norðan og neðan við bæinn.

- G. Hadda Bjarnadóttir - í grænu brekkunni við Barmahlíð á móti Sunnuhlíð.

- Guðbjörg Ringsted - Mímósa blómabúð á Glerártorgi.

- Guðný Kristmanns - í  matsal, Rósagarðurinn/Hótel KEA.

- Guðrún Pálína Guðmundsdóttir - Gallerí+, Brekkugötu 35 útiveggur.

- Hallgrímur Ingólfsson - Norræna upplýsingastofan Kaupvangsstræti, (sami inngangur og í Deigluna)

- Hanna Hlíf Bjarnadóttir - Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, fæðingadeild. Opið á heimsóknartímum.

- Hjördís Frímann -  Flugstöð (flugvellinum)

- Hlynur Hallsson - Flugstöð  (flugvellinum)

- Hrefna Harðardóttir - Sundlaug Akureyrar, kaffistofa

- Jón Laxdal - Frúin í Hamborg, Hafnarstræti

- Laufey Pálsdóttir - Abaco, heilsulind

- Ólafur Sveinsson - Penninn/Bókval, Hafnarstræti

- Sigríður Ágústsdóttir - Amtsbókasafnið Akureyri

- Sveinbjörg Hallgrímsdóttir - í Svartfugl og Hvítspóa Brekkugötu 3a og Hár og Heilsa, Geislagötu 14.

- Sunna Valgerðardóttir -  verk í gluggum og inni í
AkureyrarAkademíunni (gamla Húsmæðraskólanum)  Þórunnarstræti.

- Kristján Pétur Sigurðsson - fyrir utan Populus Tremula, Kaupvangsstræti.

- Ragnheiður Þórsdóttir - Gallerí Stóllinn, Kaupvangsstræti

- Rósa Júlíusdóttir - í heimilisgarðinum, Birkilundi 9.

- Þórarinn Blöndal - Laxdalshús, opið um helgar 14-17.

- Þorsteinn Gíslason (Steini) - Þrjú hnit eru gefin eftir GPS staðsetningartæki, það eru staðir á Akureyri þar sem hægt er að vera einn með sjálfum sér og náttúrunni þótt þeir séu í þéttbýli.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband