Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
27.4.2009 | 17:53
Sýnendur - Freyjumyndir
Anna Gunnarsdóttir
Arnar Ómarsson í samvinnu við Sean Millington
Bryndís Kondrup
Dagrún Matthíasdóttir
Erika Lind Isaksen
Georg Hollanders í samvinnu við Ívar Hollanders og Viktor Hollanders
Guðbjörg Ringsted
Guðný Kristmannsdóttir
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Hallgrímur Ingólfsson
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Hlynur Hallsson
Hrefna Harðardóttir
Hjördís Frímann
Jón Laxdal Halldórsson
Kjartan Sigryggsson
Kristján Pétur Sigurðsson
Laufey Pálsdóttir
Ólafur Sveinsson
Ragnheiður B. Þórsdóttir
Rósa Kristín Júlíusdóttir
Sigríður Ágústsdótti
Sunna Valgerðardóttir
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
Þorsteinn (Steini ) Gíslason
Þórarinn Blöndal
Bloggar | Breytt 6.6.2009 kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 17:39
Freyjumyndir
Viðburðaröðin hefst 24.maí 2009 og hápunktur hennar verður fjölþjóðleg ráðstefna í Hofi Menningarhúsi á sumarsólstöðum 2010.
Hugmyndin að sýningunni er að Freyjurnar skjóti upp kollinum víðsvegar um bæinn.
Þær eiga að koma hljóðlaust inn á sumarsólstöðum 2009 og hverfa hljóðlaust á haustjafndægrum 2009. Engin formleg sýningaropnun verður, né lokun.
Hver listamaður finnur sér rými fyrir sína Freyju sem hæfir verkinu.
Eina skilyrðið er að hægt sé að sjá verkið á einhverjum ákveðnum tímum sem fram á að koma í sýningarskrá. Mikilvægt er að koma verkunum fyrir þar sem þau verða ekki fyrir skemmdum eða þjófnaði.
Vitið þér enn eða hvað?
Viðburðaröð Mardallar um menningararf kvenna
Verkefnið er samstarfsverkefni félaga í Mardöll félagi um menningararf kvenna, auk þess sem efnt er til samstarfs við einstaklinga, félög og stofnanir utan Mardallar. Markmið Mardallar er að endurvekja og rækta fjölþættan menningararf kvenna hér á landi, rekja rætur hans og finna farveg í nútímanum fyrir gamla visku. Mardöll er í tengslum við einstaklinga og hópa sem vinna að svipuðum markmiðum í þeim löndum sem rætur okkar liggja helst til, s.s. Norðurlandanna og Bretlands.
Viðburðaröðin hefst á sumarsólstöðum 2009 og stendur til haustjafndægurs 2010 undir yfirskriftinni Vitið þér enn eða hvað? sem er tilvitnun í orð völvunnar í Völuspá.
Völuspá greinir frá því þegar Óðinn kemur til völvunnar í öngum sínum. Ragnarök eru framundan, hann hefur misst tökin í veröldinni og leitar svara hjá henni um orsakir, stöðu og afleiðingar gjörða goðanna. Hún rekur fyrir honum söguna, minnir hann á uppruna sinn og það hvernig hann hefur gefið annað auga sitt fyrir völd og sér því ekki nema hálfan sannleikann og hvernig Heimdallur, sem vernda átti goð og menn hefur gefið annað eyra sitt. Hún minnir hann á hvernig hann tók þátt í að skapa stríð í veröldinni og valdatogstreitu, hvernig hann reyndi að myrða sjálfa Gullveigu (völvuna/gyðjuna) og hvernig goðin í blindu sinni gengu eitt sinn svo langt að ætla að greiða fyrir virkisvegg með því að selja bæði Sól, Mána og sjálfa Freyju. Og hún spyr hanna ítrekað: Vitið þér enn eða hvað?
Með viðburðaröðinni vill Mardöll taka þátt í að endurheimta forn gildi, sem setja jafnvægi manneskju og náttúru, kvenna og karla, jarðar og himins í forgrunn. Endurheimta minni um þetta jafnvægi, sem hafa mikið til fallið í gleymsku, en sem enn búa í daglegum athöfnum, í sögnum, ljóðum, myndum, dansi, leik og tónlist, í náttúrunni, í óhefðbundnum lækningum, draumum, matargerð, handverki o.fl. Konurnar sem mynda Mardöll, búa allar á Eyjafjarðarsvæðinu, austan og vestan fjarðar, í þéttbýli og dreifbýli og því er Eyjafjörður vettvangur viðburðaraðarinnar, en þátttakendur koma víða hérlendis og frá nágrannalöndum okkar.
Bloggar | Breytt 2.5.2009 kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)