23.9.2009 | 11:43
Haustjafndægur 22.september - Formleg sýningarlok
Lokasamsæti í Akureyrar-Akademíunni (gamla Húsmæðraskólanum við Þingvallarstæti).
Flestir af listamönnunum sem þátt tóku í sýningunni, komu saman ásamt mökum og konum úr Mardallar-ráði og sýningarstjóra Guðrúnu Pálínu og skoðuðu myndir af verkum og nutu veitinga og góðs félagsskapar.
Formlega er sýningunni nú lokið, en eitthvað að verkunum munu standa áfram fram eftir hausti og jafnvel fram í fyrstu snjóa. Svo enn er hægt að fara í skemmtilega Freyjumyndagöngu.
Takk fyrir þátttökuna í sumar og samveruna á lokasamsætinu !!
Þeir sem hafa hugmyndir um þema fyrir áframhald....endilega látið í ykkur heyra.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.