26.8.2009 | 14:07
Akureyrarvaka
Gengið verður um hluta sýningarinnar Freyjumyndir á Akureyrarvöku.
Gangan hefst á Glerártorgi við blómabúðina Mímósa kl.10.30 á laugardag. Áætlaður tími er rúmur klukkutími, lengur ef menn treysta sér. Ekki er hægt að sjá öll verkin þennan dag því sumstaðar er lokað um helgar.
Verk Þórarins Blöndals gat ég ekki fundið í Laxdalshúsi en setti á þessa síðu mynd af teikningu sem fannst þar á vegg. Verk Guðrúnar Höddu Bjarnadóttur er ónýtt, bletturinn var sleginn, en hún hafði sáð í hann í samvinnu við Akureyrarbæ. Harma ég þetta.
Nú er að taka fram staðsetningartækin og reyna að finna staðina sem Steini hvetur okkur til að fara á og ná sambandi við gyðjuna Freyju.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 28.8.2009 kl. 11:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.